Þann 20. september síðastliðinn var birt viðtal við Atla og Maríu í Morgunblaðinu um Arnarskóla. Viðtalið má lesa hér .
Úr viðtalinu: „Arnarskóli hefur sérstöðu í íslensku skólakerfi. Skólinn er sjálfstætt starfandi og nemendur skólans fá einstaklingsmiðaða heildstæða þjónustu þar sem hver nemandi er með manneskju með sér á meðan hann er í skólanum. Þegar skólinn hóf starfsemi fyrir tveimur árum voru nemendurnir tveir. Í dag eru nemendur Arnarskóla orðnir 17 og starfsmennirnir eru 36 talsins. „