Umsóknir fyrir næsta vetur- þarf að sækja um aftur

  1. /
  2. 2021
  3. /
  4. nóvember
  5. /
  6. 30
  7. /
  8. Umsóknir fyrir næsta vetur-...

Því miður þá virðast umsóknir fyrir nýja nemendur ekki hafa borist okkur frá því í sumar en við höfum fregnir af því að fólk hafi sótt um og umsóknin ekki borist. Ef þú hefur sótt um skólavist fyrir barnið þitt og ekki heyrt frá okkur þá biðjum við þig um að fylla aftur út umsókn og senda okkur tölvupóst á netfangið arnarskoli@arnarskoli.is. Við höfum samband við ykkur innan viku. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Í inntökuferlinu er ekki horft til tímasetningar umsóknar hjá inntökuteyminu, þannig að þeir nemendur sem sækja fyrr um eru ekki framar í forgangi.