Arnarskóli

Símenntunaráætlun

Arnarskóli vinnur símenntunaráætlun samkvæmt skyldum grunnskóla.

Símenntun starfsfólks skiptist í tvo meginþætti: Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem starfsfólk metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig.

Framkvæmdarstjórn ákvarðar þörf fyrir þá fræðslu sem skal veitt út frá stefnu og gildum skólans ásamt áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu á grundvelli sjálfsmats skóla. Í starfsviðtölum að vori gerir starfsfólk grein fyrir því hvaða áherslur þau telja að séu mikilvægar í símenntunaráætlun næsta vetrar.

Starfsfólki er skylt að fara á námskeið sem því er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla enda er fræðslan á vinnutíma og starfsfólki að kostnaðarlausu.

Helstu markmið og áherslur

Taka m.a. mið af:

  • þörfum starfsmanna og óskum (þarfagreining og starfsmannasamtöl)
  • stefnu skólans
  • sjálfsmati
  • reynslu skólans og þörfum         

Markmið eru að:

  • Starfsfólk fræðist um mismunandi fatlanir nemenda sinna
  • Auka meðvitund starfsfólks um nauðung og þvingun gagnvart fólki með fötlun
  • Efla upplýsingatækni í vinnu: ACE, Snap core, Mentor, Teams
  • Efla góð samskipti á vinnustað
  • Efla og innleiða Stýrða kennslu (Direct instructions) í lestrarkennslu
  • Þróun á skólareglum og skólabrag
  • Efla starfsfólk í vinnubrögðum hagnýtrar atferlisgreiningar

Áætluð símenntun

Fræðsla um mismunandi fatlanir

Markmiðið er að: Starfsfólk þekki helstu þarfir fólks með ólíkar fatlanir

Vinnulag: Fræðsla fyrir allt nýtt starfsfólk sem á sér stað á fyrstu fjórum vikum frá því að starfsmaður hefur störf.

Umsjón: Umsjónarmaður starfsþjálfunar hvers starfsmanns.

Öryggi og vellíðan. Fræðsla um nauðung og þvingun í skólastarfi

Markmiðið er að: Starfsfólk þekki lög og reglur um nauðung og þvingun í skólastarfi ásamt því að vera fært um að tryggja öryggi nemenda sinna með öruggum og viðeigandi hætti.

Vinnulag: Fræðsla og æfingar á starfsdögum 15. September og 19.október.

Umsjón: Atli Freyr Magnússon

Upplýsingatækni í vinnu

Markmiðið er að: Starfsfólk sé fært í að nýta sér Teams, sharepoint og ACE í vinnu

Vinnulag: Fræðsla á tenglafundum. Stuðningsfulltrúar fá fræðslu í starfsþjálfun.

Umsjón: Atferlisfræðingar sinna kennslu og þjálfun fyrir þá tengla sem vinna með þeirra nemendum. Vaktstjórar veita stuðningsfulltrúum stuðning í daglegu starfi.

Samskipti á vinnustað

Markmiðið er að: Stuðla að jákvæðum skólabrag og uppbyggilegum samskiptum á milli starfsfólks

Vinnulag: Fræðsla á starfsdegi, teymisfundum, herbergisfundum og tenglafundum.

Umsjón: Framkvæmdarstjórn

Lestur og stærðfræði: Stýrð kennsla og fimiþjálfun -Direct instruction/precision teaching

Markmiðið er að: Tenglar sem sinna nemendum í lestrar- og stærðfræðikennslu verði fært í að nýta sér Stýrða kennslu og fimiþjálfun  við lestrar og stærðfræðikennslu.

Vinnulag:

8 klst Námskeið með Urriðaholtsskóla fyrir starfsfólk sem sinnir lestrar og stærðfræðikennslu. Dagsetning liggur ekki fyrir og er háð covid.

Teymiskennsla á hverjum morgni þar sem stjórnendur veita endurgjöf á frammistöðu starfsfólks.

Umsjón: Rafn Emilsson

Þróun á skólareglum og skólabrag

Markmiðið er að: Starfsfólk taki þátt í að móta jákvæðan skólabrag og sé hluti af innleiðingu á siðum og venjum því tengt.

Vinnulag: Vinna hófst á vorönn 2020 með að skilgreina siði og venjur fyrir ólík svæði skólans. Á haustönn hófst innleiðing á þessum siðum og venjum í skólastarfinu á starfsdegi. Verkefni vetrarins er að halda þessum siðum og venjum á lofti ásamt því að meta árangur af innleiðingunni.

Umsjón: Framkvæmdarstjórn

Hagnýt atferlisgreining og skólastarf

Markmiðið er að: Arnarskóli taki þátt í að þjálfa upp starfsfólk í notkun hagnýtrar atferlisgreiningar í skólastarfi og styrki þekkingu starfsfólks á slíkri vinnu.

Vinnulag: Arnarskóli hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Á skólaárinu 2020-21 verða fjórir starfsmenn Arnarskóla í námi í atferlisgreiningu samhliða vinnu í skólanum. Starfsfólk fær tækifæri til þess að nýta 8 klst af vinnutíma á mánuði til þess að sækja námskeið í háskóla ásamt því að vinna ákveðin verkefni á vinnutíma.

Umsjón: Framkvæmdarstjórn

Hvert sækir starfsfólk símenntun

Starfsfólk sækir símenntun að mestu leyti innanlands en einnig til annarra landa. Aðallega verður notast við fagfólk innan skólans en auk þess verður leitast við að vera í samstarfi við aðra skóla og stofnanir.

  • Utanaðkomandi fyrirlesarar
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Háskóli Íslands
  • Skólaheimsóknir
  • Ráðstefnur

Framkvæmd símenntunar

Ábyrgð skólans:  Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlana.  Hann kallar fleiri til aðstoðar.

Ábyrgð starfsmanna:  Starfsfólk er ábyrgt fyrir eigin símenntun, þ.e. að koma auga á tækifæri til að bæta kunnáttu og hæfileika.  Stefnt er að virkri þátttöku þeirra í gerð eigin símenntunaráætlunar og eftirfylgni.

Tímasetningar:  Undirbúningur símenntunaráætlunar er á vorönn.  Stefnt er að því að staðfestar áætlanir berist starfsfólki í upphafi skólaárs

Tími til endurmenntunar:  Tími til símenntunar ræðst af þörf og fjármagni hverju sinni.  Kennarar hafa allt að 94-150 stundir til símenntunar á ári skv. kjarasamningi og annað starfsfólk a.m.k. 16 stundir á ári

Jafnræði:  Leitast verður við að hafa tækifæri til símenntunar sem jöfnust, en jafnframt verður tekið tillit til þátttöku starfsmannsins á fyrri árum.

Endurskoðun:  Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun verði í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.t.t. aðstæðna, framboðs og verkefna hverju sinni.

Símenntunaráætlun skólans er kynnt öllu starfsfólki skólans. 

Sótt um námskeið:  Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjóra.  Forgangsraðað verður í samræmi við stefnu og áherslur skólans og fjármagn.  Starfsmenn eru einnig hvattir til að sækja um fjármagn vegna símenntunar til sjóða sem þeir hafa aðgang að í eigin stéttarfélögum.

Fjármögnun símenntunar

Möguleikar:  Skólinn, styrkir, símenntunarsjóðir, Erasmusplus, starfsmaðurinn

Skóli greiðir 100%.  Vinnustaður greiðir laun starfsmannsins og þátttökugjöld Skóli og starfsmaður skipta kostnaði á milli sín Starfsmaður fjármagnar símenntun sína sjálfur
Starfstengd, ósk stjórnandans og þátttaka er innan/utan vinnutíma.  Stundum starfstengd ósk en ekki forgangsmál innan skólans – þátttaka í vinnutíma (málþing, fræðslufundir o.s.frv. Starfstengd en ekki forgangsmál – þátttaka innan eða utan vinnutíma.  Hugsanlega starfstengd ósk starfsmannsins og utan vinnutíma. Óljós eða engin tengsl við núverandi eða framtíðarstarf hjá vinnuveitanda.

Staðfesting og skráning

Við formlega fræðslu (t.d. námskeiðshald) er tímafjöldi kennslu í viðurvist leiðbeinanda eða kennara skráður.  Undirbúningur á milli námskeiðsdaga er skráður hafi slíkt verið ákveðið fyrirfram.

Við óformlega fræðslu, lestur fagrita, þátttöku í t.d. skipulögðum leshringjum og/eða á kennarafundum og þróunarverkefnum, er skráður fyrirfram ákveðinn heildartími.

Skólastjóri veitir aðstoð við útreikninga ef stjórnendur eða starfsmenn eru í vafa.

Það er á ábyrgð skólastjóra að skrá og staðfesta símenntun. Það er á ábyrgð starfsmannsins að fylgjast með skráningu og óska eftir henni þegar hann getur sýnt fram á að símenntun er lokið hverju sinni.

Matshæf símenntun er símenntun sem var samþykkt af starfsmanni og stjórnanda, haldin í vinnutíma og fjármögnuð að einhverju leyti af hálfu skólans

Mat á árangri

Með gátlistum

  • mat á heildaráætlun í lok skólaárs
  • mat á skipulögðum námskeiðum í lok þeirra
  • mat starfsmanna á eigin áætlun

Annað mat

  • samanburður á milli áætlaðs og raunkostnaðar símenntunar
  • skrá fyrir athugasemdir, mál sem upp koma á árinu

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is