Arnarskóli
Forvarnaráætlun
- /
- Um Arnarskola
- /
- Skipulag
- /
- Skýrslur og áætlanir
- /
- Forvarnaráætlun
Forvarnir eru vítt hugtak og taka til margra þátta daglegs lífs. Áhersla er lögð á að efla félags, tilfinninga-, og siðgæðisþroska nemenda í öllu starfi skólans.
Þessar áherslur má meðal annars finna í uppeldisstefnu skólans, samþættingu náms og fræðslu en einnig í beinni fræðslu til nemenda, starfsfólks og foreldra.
Markmið fræðslunnar er að:
- Auka vellíðan nemenda
- Styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði nemenda
- Efla alhliða þroska nemenda þannig að þeir styrkist í að bera ábyrgð á eigin lífi
- Nemendur átti sig á hvaða grunnfærni er mikilvæg til að ná velgengni í lífinu
- Nemendur geti aðlagast mismunandi aðstæðum og breytt þeim á jákvæðan hátt
- Bæta samskipti og takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs
- Kynna fyrir nemendum margvíslegar leiðir til heilbrigðra lífshátta
Til að ná ofangreindum markmiðum hefur skólinn sett sér stefnu um eftirfarandi atriði: Forvarnarfræðslu, samstarf heimilis og skóla ásamt fræðslu og ráðgjöf fyrir kennara og starfsfólk. Öll neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í skóla og á skólalóð. Arnarskóli er vímuefnalaus skóli. Það sama gildir um allar ferðir og skemmtanir sem skipulagðar eru á vegum skólans. Skólinn samþykkir ekki vímuefnaneyslu nemenda sinna og ef nemandi verður uppvís að vímuefnanotkun verður unnið að lausn mála í samvinnu við nemanda og foreldra
Arnarskóli
Hafa sambandStaðsetning
Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur
Opnunartímar
M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað
Sími og netfang
(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is