Arnarskóli

Sérkennsluáætlun

Í 2. grein laga um grunnskóla er lögð áhersla á það meginhlutverk grunnskólans að stuðla að alhliða þroska allra nemenda. Í þessu felst krafan um að nám sé á forsendum hvers og eins nemanda og fari fram í hvetjandi námsumhverfi þar sem hann finnur til öryggis og fær notið hæfileika sinna.  

Í Arnarskóla stunda aðeins nemendur nám sem þurfa aðlagaðar kennsluáætlanir, umhverfi og kennslu. 

Atferlisfræðingar hafa yfirumsjón og eftirlit með því að öll börn í Arnarskóla fái kennslu við sitt hæfi, og bera ábyrgð á ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd nemenda.  Þeir koma einnig málum í farveg ef nemendur þarfnast endurmats eða sjá til þess að þeim sé vísað í nánara mat ef þurfa þykir.  

Atferlisfræðingar bera ábyrgð á gerð einstaklingsáætlana og er í samskiptum við opinberar stofnanir eins og Greiningarstöð, Þjónustumiðstöðvar, Barna og unglingageðdeilt, lækna, sálfræðinga og fleira. 

Einstaklingsnámskrá

Einstaklingsnámskrá er gerð þegar barn þarf á sérstökum úrræðum að halda og fær séraðlagað námsefni og það á við alla nemendur Arnarskóla, en nemendur skólans eru börn með sértæka námserfiðleika, einbeitingar-, félags og/eða tilfinningalega erfiðleika og börn með fötlun sem hamlar þeim náms- og/eða félagslega.  
Einstaklingsnámskrá byggir á aðalnámskrá en felur oft í sér veruleg frávik frá henni og tekur til markmiða, inntaks og leiða fyrir ákveðið tímabil. Einstaklingsnámskrá byggir jafnframt á viðmiðum, greinandi prófum og skimunarprófum. Þörfum barns er ætíð mætt strax við upphaf skólagöngu svo fremi sem upplýsingar liggja skýrt fyrir um þarfir. Eru þarfir annars metnar jafnóðum og umhverfið aðlagað þörfum barnsins. Einstaklingsnámskrá tryggir að börn með sérþarfir fái kennslu aðlagaða að getu og hæfileikum sem metið er svo jafnt og þétt yfir árið. 

Skila- og teymisfundir 

Skilafundir á niðurstöðum greininga frá sérfræðingum eru haldnir með foreldrum/forráðamönnum, viðkomandi umsjónarkennara, sérkennslustjóra og aðilum eftir ástæðum. Reglulegir fundir eru haldnir með foreldrum til þess að fara yfir námsframvindu barnsins og stærri teymisfundir boðaðir eftir þörfum.  

Meðferð trúnaðarskjala 

Ein af meginreglum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er að þær séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt. Þetta felur m.a. í sér þagnarskyldu og trúnaðarskyldu þeirra sem vinna með persónuupplýsingar. Allir þeir aðilar sem á einn eða annan hátt koma að kennslu, greiningu eða öðru innan Arnarskóla eru upplýstir um ábyrgð sína og þagnar- og trúnaðarskyldu gagnvart því sem þeir sjá og heyra innan veggja skólans. Óskað er eftir undirskrift yfirlýsingar um þagnar- og trúnaðarskyldu sem tekur til hvers konar ábyrgð og skyldur þeir bera sem sinna verkefnum innan skólans. Framkvæmdastjóri sér um að að láta alla starfsmenn skólans sem og þá verktaka sem sinna stökum verkefnum skrifi undir slíka yfirlýsingu. Trúnaðargögn eru þau gögn sem skólinn varðveitir frá sérfræðingum og hafa ma. að geyma upplýsingar um niðurstöður greininga yfir nemendur. Foreldrar eiga sjálfir eigið eintak af þessum gögnum en ef svo er ekki þá eiga þeir rétt á því að fá afrit af þessum pappírum. Samkvæmt lögum ber skólum að skila slíkum gögnum á milli sín. Skólinn geymir afrit af öllum þeim gögnum sem tileyrir börnum skólans í læstum hirslum. 

  Arnarskóli

  Hafa samband

  Staðsetning

  Kópavogsbraut 5C,
  200 Kópavogur

  Opnunartímar

  M-F: 8:00 - 16:00
  Helgar : Lokað

  Sími og netfang

  (354) 426-5070
  arnarskoli@arnarskoli.is