Arnarskóli

Fagteymi

Innan Arnarskóla eru skipuð fagteymi í kringum hvern nemanda. Í hverju fagteymi er:

  • Umsjónarkennari. Umsjónarkennari sinnir allt að 25 nemendum eftir umfangi og stöðu nemenda
  • Atferlisfræðingur
  • Tengill
  • Fulltrúar annarar sérfræðiþjónustu eftir þörfum. Má þar nefna t.d. talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa.

Fagteymi hvers nemanda gerir einstaklingsnámskrá fyrir nemandann í samstarfi við foreldra og nemanda. Fagteymið hittist reglulega til að fara yfir hvernig starfi með nemandann út frá einstaklingsnámskrá miðar.  Fulltrúar fagteymis funda svo reglulega með foreldrum og öðrum þjónustuaðilum (s.s. frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, skammtímavistunum og stuðningsfjölskyldum) til að veita ráðgjöf eða samræma þjónustu.

Aðkoma kennara og atferlisfræðings er breytileg eftir þörfum hvers nemenda. Sumir nemendur Arnarskóla eru mest í kennslu sem lýtur að lestri, stærðfræði og öðrum bóklegum greinum og þurfa þá mikla aðkomu kennara en minni aðkomu atferlisfræðings. Aðrir nemendur eru fyrst og fremst í kennslu sem lýtur að grunnfærni og athöfnum daglegs lífs, klósettþjálfun, matarþjálfun og sjálfshjálp. Fyrir þá nemendur er aðkoma kennara minni en aðkoma atferlisfræðings meiri.  

Tengill: Er starfsmaður með háskólapróf á sviði uppeldis, menntunar eða sálfræði .Tengill vinnur með umsjónarkennara og atferlisfræðingi í að móta einstaklingsnámskrá eins nemanda. Tengill sinnir einnig þjálfun og kennslu undir handleiðslu umsjónarkennara og fagstjóra ásamt því að útbúa kennslugögn, leiðbeiningar og halda utan um skráningar og námsframvindu.

Lögð er áhersla á að fá sérfræðiaðstoð inn í skólann í stað þess að nemendur sæki þjónustu annað og þannig er stutt við þverfaglega vinnu með barnið.

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is