Arnarskóli

Fyrir hverja er Arnarskóli?

  1. /
  2. Um Arnarskola
  3. /
  4. Fyrir hverja er Arnarskóli?

Arnarskóli er fyrir nemendur á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem þurfa og vilja:

  • Stuðning allan daginn
  • Þjónustu allan ársins hring
  • Íhlutun byggða á hagnýtri atferlisgreiningu
  • Heildstæða þjónustu
  • Nám byggt á stöðu nemanda
  • Einstaklingsnámsskrá
  • Teymi

Arnarskóli er heildstæður skóli fyrir börn með þroskafrávik á grunnskólaaldri. Atferlisíhlutun er notuð við þjálfun og kennslu barnanna. Engin ákveðin greining er nauðsynleg til að nýta sér þjónustuna en hún er hugsuð fyrir nemendur sem þurfa stuðning með sér allan daginn. Allar umsóknir eru teknar til athugunar.

Með heildstæðum skóla er átt við að þjónustan er veitt alla virka daga ársins, skóli, frístund og sumarfrístund fer öll fram á sama stað með sama starfsfólkinu. Eins er unnið að því að önnur íhlutun (s.s. talþjálfun, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun) fari einnig fram innan veggja Arnarskóla þannig að ekki þurfi að rjúfa skóladag nemenda.

Staða hvers nemanda er metin og útbúin einstaklingsnámsskrá í samvinnu við foreldra.  Í kringum hvern nemanda er myndað teymi sem samanstendur af foreldrum, tengli, deildarstjóra, atferlisfræðingi og öðrum sem koma að íhlutun nemandans. 

Hvernig sæki ég um?

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is