Nú um áramótin lét Ída Jensdóttir fjármálastjóri og einn af stofnendum Arnarskóla af störfum hjá okkur. Ída var með okkur frá fyrsta degi og átti stóran þátt í því að koma skólanum af stað. Við viljum þakka henni fyrir drifkraftinn og samstarfið síðustu ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.