Arnarskóli 4 ára

Þann 1. september síðastliðinn varð Arnarskóli 4 ára. Á þessum 4 árum hefur skólinn stækkað mikið og dafnað. Það voru 2 ungir nemendur sem byrjuðu 1. september 2017 en í dag stunda nú 34 nemendur nám í Arnarskóla. Til þess að sinna þessum 2 nemendum sem byrjuðu voru 3 starfsmenn auk stjórnenda en í dag eru 64 starfsmenn í skólanum. Tveir nemendur hafa flutt sig í aðra grunnskóla og í vor útskrifaðist fyrsti nemandinn úr 10. bekk og er kominn í framhaldsskóla.

Á þessum 4 árum höfum við verið með einvala starfslið sem hefur gert skólann að því sem hann er í dag ásamt mjög mörgum einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem hafa aðstoðað okkur með vinnu, fjármagni, afsláttum og ýmiskonar úrlausnum. Við sendum kærar þakkir til ykkar allra.

Til hamingju öll með Arnarskóla.

Okkur vantar hresst ungt fólk til að vinna með hressum krökkum

Enginn dagur er eins, mikil gleði en krefjandi á sama tíma. Skemmtilegur og öðruvísi vinnustaður

„Ótrúlega skemmtileg vinna og mjög skemmtilegur starfsmannahópur.“

Við leitum að stuðningsfulltrúum í fullt starf, með brennandi áhuga að vinna með börnum sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Jákvæðni, þolinmæði, sveigjanleiki, frumkvæði, samviskusemi og íslenskunnátta eru eiginleikar sem við kunnum vel að meta.

Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast faglegu starfi byggðu á hagnýtri atferlisgreiningu í öflugum hópi starfsmanna, með kátum krökkum.

Arnarskóli er sjálfstætt starfandi sérskóli fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans. Í Arnarskóla er boðið uppá samfellda þjónustu allan daginn, allan ársins hring.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í byrjun ágúst 2021.

Helstu verkefni og ábyrgð:
– Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum
– Aðstoð og kennsla í athöfnum daglegs lífs
– Skráning hegðunar og námsframvindu
– Samstarf með tenglum og atferlisfræðingum
– Ýmis tilfallandi verkefni

Áhugasamir fyllið út þetta form og sendið okkur ferilskrá á netfangið arnarskoli@arnarskoli.is.

Spjallið með Góðvild

Góðvild er góðgerðafélag með það að markmiði að bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og þau eru sko aldeilis búin að styðja við okkur í Arnarskóla. Undanfarið hafa þau verið með vikulegt spjall við ýmsa aðila sem tengjast markhópnum sínum. Hér er eitt af þeim spjöllum sem Sigga Heimis tók við Atla framkvæmdarstjóra Arnarskóla. Við mælum með að þið horfið á það og kíkið líka á öll hin viðtölin sem hægt er að horfa á hér https://www.visir.is/sjonvarp/s/316

Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur

Árið 2021 byrjar vel hjá okkur, við erum að fá margar fyrirspurnir um skólann frá foreldrum og þjónustuveitendum barna. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2021-2022 er til 1. mars 2021.

Eins og fram kemur í skólanámskrá þá er meðal annars horft til stuðningsþarfa nemananda við forgangsröðun ef umsóknir verða fleiri en laus pláss í skólanum.

Hér er hægt að senda umsókn til okkar, en við minnum á að það þarf líka að sækja um til sveitarfélags.

Girðing um leiksvæði

Nú er komin girðing í kringum útisvæðið okkar, þökk sé hlaupurunum flottu🏃👩‍🦼 sem söfnuðu í maraþoninu sem fór fram í ágúst. Girðingin hjálpar svo sannarlega við að auka gleðina í útiverunni. Nú höldum við áfram að safna fyrir leiktækjum á útisvæðið.

Símasöfnun

SÍMASÖFNUN STYRKTARSJÓÐS ARNARSKÓLA HEFST Í DAG.

Við erum að hefja símasöfnun fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Vonandi takið þið vel á móti símtölum frá okkur þar sem við leitum eftir framlögum í söfnunina. Munið margt smátt gerir eitt stórt. Með ykkar stuðningi verður skólalóðin loks að veruleika.

Einnig er hægt að leggja beint inn á Styrktarsjóð Arnarskóla Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500 eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.

Styrktarsjóður Arnarskóla safnar fyrir skólalóð

Við erum að safna fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Við erum með góða og stóra lóð sem þarf að girða af og setja leiktæki á. Þar sem Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit) þurfum við að reiða okkur á fjárstuðning ykkar til að byggja upp skólalóðina hjá okkur.

Markmið styrktarsjóðs Arnarskóla er að afla fjár og veita styrkjum til Arnarskóla, til að efla starfsemi skólans svo koma megi betur til móts við þarfir nemenda hans.

Hlaupagarpar eru að safna áheitum fyrir Arnarskóla í maraþoni Íslandsbanka. Hægt er að heita á hlauparana hér, einnig er hægt að millifæra beint inná reikning Styrtarsjóðsins (Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500) eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.