Flutningar og laus störf

Næsti mánuður verður viðburðarríkur hjá okkur, þá munum við flytja í nýtt 385 fermetra húsnæði og því getum við bætt við okkur nemendum og starfsfólki. Við munum flytja á Kópavogsbraut 5c. Mjög stutt í almenningssamgöngur, sundlaugar og verslanir og dásamlegt útivistarsvæði.

Góð gjöf

Í vikunni komu 3 fulltrúar úr Oddfellow stúkunni Ari Fróði og afhentu okkur 7 iPada og hulstur. Þessi gjöf kemur að góðum notum í starfinu okkar til þjálfunar, leiks og skráninga.

Kærar þakkir fyrir okkur.

Opið hús 2. desember

Komið þið sæl og blessuð,

þann 2. desember næstkomandi verður opið hús hér í Arnarskóla. Þá bjóðum við alla áhugasama velkomna í heimsókn og leyfum þeim að skoða húsnæðið okkar og spjalla við starfsfólkið. Ef þú vilt kynna þér starfsemi okkar frekar vertu velkominn.

Það er viðburður á facebook hérna, endilega láttu okkur vita ef þú ætlar að mæta og deildu áfram.

Heimsókn

Í síðustu viku heimsóttu aðilar frá Samtökum sjálfstæðra skóla Arnarskóla og fengu flotta kynningu frá Atla.