Nú er komin girðing í kringum útisvæðið okkar, þökk sé hlaupurunum flottu sem söfnuðu í maraþoninu sem fór fram í ágúst. Girðingin hjálpar svo sannarlega við að auka gleðina í útiverunni. Nú höldum við áfram að safna fyrir leiktækjum á útisvæðið.
Símasöfnun
SÍMASÖFNUN STYRKTARSJÓÐS ARNARSKÓLA HEFST Í DAG.
Við erum að hefja símasöfnun fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Vonandi takið þið vel á móti símtölum frá okkur þar sem við leitum eftir framlögum í söfnunina. Munið margt smátt gerir eitt stórt. Með ykkar stuðningi verður skólalóðin loks að veruleika.
Einnig er hægt að leggja beint inn á Styrktarsjóð Arnarskóla Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500 eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.
Styrktarsjóður Arnarskóla safnar fyrir skólalóð
Við erum að safna fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Við erum með góða og stóra lóð sem þarf að girða af og setja leiktæki á. Þar sem Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit) þurfum við að reiða okkur á fjárstuðning ykkar til að byggja upp skólalóðina hjá okkur.
Markmið styrktarsjóðs Arnarskóla er að afla fjár og veita styrkjum til Arnarskóla, til að efla starfsemi skólans svo koma megi betur til móts við þarfir nemenda hans.
Hlaupagarpar eru að safna áheitum fyrir Arnarskóla í maraþoni Íslandsbanka. Hægt er að heita á hlauparana hér, einnig er hægt að millifæra beint inná reikning Styrtarsjóðsins (Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500) eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.












Nýtt kynningarmyndband um Arnarskóla
Góðvild styrktarsjóður styrkti gerð þessa myndbands. Kærar þakkir fyrir
Opið hús fyrir foreldra
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 verður opið hús milli 17 og 19 í Arnarskóla fyrir foreldra sem vilja kynna sér starfsemina fyrir komandi skólaár.
Arnarskóli er á Kópavogsbraut 5 b og c
Viðburðurinn á Facebook
Ekki skóli föstudaginn 14. febrúar
Arnarskóli verður lokaður föstudaginn 14. febrúar 2020 vegna rauðrar veður viðvörunar.
https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/raud-vidvorun
Arnarskóli will be closed on Friday the 14th of February 2020 due to red weather warning.
Ída lætur af störfum
Nú um áramótin lét Ída Jensdóttir fjármálastjóri og einn af stofnendum Arnarskóla af störfum hjá okkur. Ída var með okkur frá fyrsta degi og átti stóran þátt í því að koma skólanum af stað. Við viljum þakka henni fyrir drifkraftinn og samstarfið síðustu ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
Fréttir Stöðvar 2 komu í heimsókn
Viðtal við Steinunni Hafsteinsdóttur fagstjóra og einn stofnanda Arnarskóla í fréttum Stöðvar 2 þann 9. nóvember 2019
Viðtal við Morgunblaðið
Þann 20. september síðastliðinn var birt viðtal við Atla og Maríu í Morgunblaðinu um Arnarskóla. Viðtalið má lesa hér .
Úr viðtalinu: „Arnarskóli hefur sérstöðu í íslensku skólakerfi. Skólinn er sjálfstætt starfandi og nemendur skólans fá einstaklingsmiðaða heildstæða þjónustu þar sem hver nemandi er með manneskju með sér á meðan hann er í skólanum. Þegar skólinn hóf starfsemi fyrir tveimur árum voru nemendurnir tveir. Í dag eru nemendur Arnarskóla orðnir 17 og starfsmennirnir eru 36 talsins. „
Viðtal við Atla í Samfélaginu í nærmynd 2. september 2019
Atli Magnússon, viðtal við Samfélagið í nærmynd 2. september 2019
Það er starfsemi í skólanum alla virka daga á ári. „Við tökum ekki jólarfí, páskafrí eða sumarfrí, við erum alltaf með opið,“ segir Atli. „Það er svo foreldranna að ákveða hversu mikið sumarfrí nemendurnir taka eða hvort þeir taka sumarfrí, því að sumir okkar nemenda hafa litla færni til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og þurfa stuðning í því og þessi löngu frí reynast þeim erfið.“
Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Atla í Samfélaginu í Nærmynd sem tekið var við hann 2. september 2019