„Enginn dagur er eins, mikil gleði en krefjandi á sama tíma. Skemmtilegur og öðruvísi vinnustaður„
„Ótrúlega skemmtileg vinna og mjög skemmtilegur starfsmannahópur.“
Við leitum að stuðningsfulltrúum í fullt starf, með brennandi áhuga að vinna með börnum sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Jákvæðni, þolinmæði, sveigjanleiki, frumkvæði, samviskusemi og íslenskunnátta eru eiginleikar sem við kunnum vel að meta.
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast faglegu starfi byggðu á hagnýtri atferlisgreiningu í öflugum hópi starfsmanna, með kátum krökkum.
Arnarskóli er sjálfstætt starfandi sérskóli fyrir börn með einhverfu og önnur þroskafrávik. Við leggjum ríka áherslu á að sníða nám og frístundastarf að þörfum hvers og eins nemanda og fjölskyldu hans. Í Arnarskóla er boðið uppá samfellda þjónustu allan daginn, allan ársins hring.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf í byrjun ágúst 2021.
Helstu verkefni og ábyrgð:
– Almenn kennsla og frístundastarf með nemendum
– Aðstoð og kennsla í athöfnum daglegs lífs
– Skráning hegðunar og námsframvindu
– Samstarf með tenglum og atferlisfræðingum
– Ýmis tilfallandi verkefni
Áhugasamir fyllið út þetta form og sendið okkur ferilskrá á netfangið arnarskoli@arnarskoli.is.