Ingunn Brynja Einarsdóttir

ingunn@arnarskoli.is

Ingunn starfar sem deildarstjóri í Arnarskóla. Hún hefur starfað með
fötluðu fólki í rúmlega fimmtán ár. Ingunn lauk MSc gráðu í sálfræði með
áherslu á hagnýta atferlisgreiningu frá Háskóla Íslands árið 2012.
Síðustu ár stýrði hún deild fyrir fötluð börn á leikskólaaldri, sem
sérkennslustjóri í leikskóla og verkefnastjóri stoðþjónustu í
grunnskóla. Ingunn hefur sinnt ráðgjöf og fræðslu til foreldra og
starfsfólks í leik- og grunnskólum í mörg ár. Samhliða starfi var Ingunn
stundakennari hjá Háskóla Íslands í námskeiðum sem snúa að úrræðum vegna
hegðunar- og námsvanda.