Atli Magnússon

Atli hóf störf í Arnarskóla í september 2017.

Netfangið hans er  atli@arnarskoli.is

Atli starfar sem framkvæmdarstjóri í Arnarskóla. Hann hefur starfað með fötluðu fólki á öllum aldri samfellt í meira en tuttugu ár. Atli lauk MSc gráður í hagnýtri atferlisgreiningu frá Northeastern University árið 2002 og hlaut BCBA vottun síðar sama ár. Atli starfaði í sex ár hjá New England Center for Children þar sem hann stýrði deild fyrir fötluð börn með alvarlegan hegðunarvanda. Síðustu ár hefur Atli starfað hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem atferlisráðgjafi og skorarstjóri ráðgjafar á leikskólaskor. Atli hefur kynnt eigin rannsóknir sem og haldið fjölda fyrirlestra á innlendum og erlendum ráðstefnum um atferlisgreiningu.