Nýr nemandi

  1. /
  2. 2017
  3. /
  4. október
  5. /
  6. 10
  7. /
  8. Nýr nemandi

Í síðustu viku bættist við nýr nemandi í Arnarskóla. Nú eru nemendurnir orðnir þrír og fleiri bíða eftir að byrja hjá okkur. Við erum enn að leita eftir starfsfólki sem langar til að starfa með okkar stórkostlegu nemendum og starfsfólki. Við leitum að ófaglærðum og faglærðum starfskröftum.  Starfið felst í því að kenna og þjálfa nemendur okkar í að auka færni sem þeir hafa ekki náð. Starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þjálfunin á sér stað í mismunandi aðstæðum t.d. inni, úti, í búðinni, í strætó, heima og í skólanum. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vita meira um starfið eða vilt senda okkur umsókn, sendu skilaboð á arnarskoli@arnarskoli.is