Þann 1. september síðastliðinn varð Arnarskóli 4 ára. Á þessum 4 árum hefur skólinn stækkað mikið og dafnað. Það voru 2 ungir nemendur sem byrjuðu 1. september 2017 en í dag stunda nú 34 nemendur nám í Arnarskóla. Til þess að sinna þessum 2 nemendum sem byrjuðu voru 3 starfsmenn auk stjórnenda en í dag eru 64 starfsmenn í skólanum. Tveir nemendur hafa flutt sig í aðra grunnskóla og í vor útskrifaðist fyrsti nemandinn úr 10. bekk og er kominn í framhaldsskóla.
Á þessum 4 árum höfum við verið með einvala starfslið sem hefur gert skólann að því sem hann er í dag ásamt mjög mörgum einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem hafa aðstoðað okkur með vinnu, fjármagni, afsláttum og ýmiskonar úrlausnum. Við sendum kærar þakkir til ykkar allra.
Til hamingju öll með Arnarskóla.