Þann 1. september 2017 hóf Arnarskóli ses, starfsemi sína sem skólaþjónusta fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir og í ágúst 2018 fékk hann leyfi sem fyrsti sjálfstætt starfandi sérskólinn á Íslandi. 

Arnarskóli býður upp á heildstæða þjónustu fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir. Allan daginn, alla virka daga ársins.

Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit). Nýbreytnin í þessu úrræði er tvennskonar. Annars vegar er boðið upp á heildstæða þjónustu allan ársins hring og hins vegar er um að ræða sérfræðikunnáttu og faglegan stuðning fyrir fatlaða sem ekki er í boði í öðrum skólum eða skólaþjónustu á Íslandi.

Hér fyrir neðan er að finna viðtal við Atla og Söru Dögg um Arnarskóla sem birtist í tímaritinu Umhyggju 2.tbl. 22. árg. 2017

Viðtal í Umhyggju 2.-tbl.22.-arg.-2017

Þeim sem vilja styrkja starfsemina með fjárframlögum er bent á eftirfarandi reikning:

0133-26-049051. Kennitala 490517-1380