Góð gjöf

Í vikunni komu 3 fulltrúar úr Oddfellow stúkunni Ari Fróði og afhentu okkur 7 iPada og hulstur. Þessi gjöf kemur að góðum notum í starfinu okkar til þjálfunar, leiks og skráninga.

Kærar þakkir fyrir okkur.

Opið hús 2. desember

Komið þið sæl og blessuð,

þann 2. desember næstkomandi verður opið hús hér í Arnarskóla. Þá bjóðum við alla áhugasama velkomna í heimsókn og leyfum þeim að skoða húsnæðið okkar og spjalla við starfsfólkið. Ef þú vilt kynna þér starfsemi okkar frekar vertu velkominn.

Það er viðburður á facebook hérna, endilega láttu okkur vita ef þú ætlar að mæta og deildu áfram.

Heimsókn

Í síðustu viku heimsóttu aðilar frá Samtökum sjálfstæðra skóla Arnarskóla og fengu flotta kynningu frá Atla.

Nýr nemandi

Í síðustu viku bættist við nýr nemandi í Arnarskóla. Nú eru nemendurnir orðnir þrír og fleiri bíða eftir að byrja hjá okkur. Við erum enn að leita eftir starfsfólki sem langar til að starfa með okkar stórkostlegu nemendum og starfsfólki. Við leitum að ófaglærðum og faglærðum starfskröftum.  Starfið felst í því að kenna og þjálfa nemendur okkar í að auka færni sem þeir hafa ekki náð. Starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þjálfunin á sér stað í mismunandi aðstæðum t.d. inni, úti, í búðinni, í strætó, heima og í skólanum. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vita meira um starfið eða vilt senda okkur umsókn, sendu skilaboð á arnarskoli@arnarskoli.is

Elko kom færandi hendi

Undanfarna mánuði hafa margir einstaklingar og fyrirtæki stutt við og tekið þátt í því að gera Arnarskóla að veruleika með vinnu, hlutum og peningum. Kærar þakkir fyrir það, stuðningur ykkar er ómetanlegur.

Í vikunni kom Elko færandi hendi og gaf okkur marga pakka sem munu nýtast í starfi Arnarskóla um ókomna tíð. Kærar þakkir Elko.