Okkur í Arnarskóla vantar umsjónarmanneskju sem fyrst
Helstu hlutverk eru:
● Panta og ganga frá mat frá ýmsum birgjum
● Panta og ganga frá þjálfunargögnum frá ýmsum birgjum
● Halda utan um skipulag í öllu sameiginlegu húsnæði
● Halda utan um þrif í þvottahúsi og eldhúsi
● Ganga frá og þrífa matsal
● Þvo þvott og ganga frá
● Ganga frá í framreiðslueldhúsi
● Ganga frá húsnæði í lok dags
● Svara í símann
● Annað tilfallandi
Kröfur:
Góð íslensku eða enskukunnátta er mikilvæg, auk þess sem mikilvægt er að viðkomandi geti bjargað sér sjálfur í að útvega aðföng í gegnum net og síma, kunni að nota helstu forrit eins og Excel og Word og geti pantað á netinu og í gegnum síma. Frumkvæði og samskipta- og skipulagsfærni mikilvæg.
Vinnutíminn er frá 9 – 17 alla virka daga.
Framtíðarstarf