Umsjónarmanneskja óskast

Okkur í Arnarskóla vantar umsjónarmanneskju sem fyrst
Helstu hlutverk eru:

● Panta og ganga frá mat frá ýmsum birgjum

● Panta og ganga frá þjálfunargögnum frá ýmsum birgjum

● Halda utan um skipulag í öllu sameiginlegu húsnæði

● Halda utan um þrif í þvottahúsi og eldhúsi

● Ganga frá og þrífa matsal

● Þvo þvott og ganga frá

● Ganga frá í framreiðslueldhúsi

● Ganga frá húsnæði í lok dags

● Svara í símann

● Annað tilfallandi

Kröfur:

Góð íslensku eða enskukunnátta er mikilvæg, auk þess sem mikilvægt er að viðkomandi geti bjargað sér sjálfur í að útvega aðföng í gegnum net og síma, kunni að nota helstu forrit eins og Excel og Word og geti pantað á netinu og í gegnum síma. Frumkvæði og samskipta- og skipulagsfærni mikilvæg.


Vinnutíminn er frá 9 – 17 alla virka daga.
Framtíðarstarf

Áhugasamir fyllið út form í þessum tengli.

Úti að róla

Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur

Árið 2021 byrjar vel hjá okkur, við erum að fá margar fyrirspurnir um skólann frá foreldrum og þjónustuveitendum barna. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2021-2022 er til 1. mars 2021.

Eins og fram kemur í skólanámskrá þá er meðal annars horft til stuðningsþarfa nemananda við forgangsröðun ef umsóknir verða fleiri en laus pláss í skólanum.

Hér er hægt að senda umsókn til okkar, en við minnum á að það þarf líka að sækja um til sveitarfélags.

Girðing um leiksvæði

Nú er komin girðing í kringum útisvæðið okkar, þökk sé hlaupurunum flottu🏃👩‍🦼 sem söfnuðu í maraþoninu sem fór fram í ágúst. Girðingin hjálpar svo sannarlega við að auka gleðina í útiverunni. Nú höldum við áfram að safna fyrir leiktækjum á útisvæðið.

Símasöfnun

SÍMASÖFNUN STYRKTARSJÓÐS ARNARSKÓLA HEFST Í DAG.

Við erum að hefja símasöfnun fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Vonandi takið þið vel á móti símtölum frá okkur þar sem við leitum eftir framlögum í söfnunina. Munið margt smátt gerir eitt stórt. Með ykkar stuðningi verður skólalóðin loks að veruleika.

Einnig er hægt að leggja beint inn á Styrktarsjóð Arnarskóla Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500 eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.

Styrktarsjóður Arnarskóla safnar fyrir skólalóð

Við erum að safna fyrir leiktækjum á skólalóð Arnarskóla. Við erum með góða og stóra lóð sem þarf að girða af og setja leiktæki á. Þar sem Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit) þurfum við að reiða okkur á fjárstuðning ykkar til að byggja upp skólalóðina hjá okkur.

Markmið styrktarsjóðs Arnarskóla er að afla fjár og veita styrkjum til Arnarskóla, til að efla starfsemi skólans svo koma megi betur til móts við þarfir nemenda hans.

Hlaupagarpar eru að safna áheitum fyrir Arnarskóla í maraþoni Íslandsbanka. Hægt er að heita á hlauparana hér, einnig er hægt að millifæra beint inná reikning Styrtarsjóðsins (Kt. 441219-0400, Banki: 0133-15-200500) eða nota Aur-appið og setja inn númerið 123 426 5070.

Ekki skóli föstudaginn 14. febrúar

Arnarskóli verður lokaður föstudaginn 14. febrúar 2020 vegna rauðrar veður viðvörunar.
https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/raud-vidvorun

Arnarskóli will be closed on Friday the 14th of February 2020 due to red weather warning.

Ída lætur af störfum

Nú um áramótin lét Ída Jensdóttir fjármálastjóri og einn af stofnendum Arnarskóla af störfum hjá okkur. Ída var með okkur frá fyrsta degi og átti stóran þátt í því að koma skólanum af stað. Við viljum þakka henni fyrir drifkraftinn og samstarfið síðustu ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.