Arnarskóli
Umbætur og þróunarstarf
- /
- Um Arnarskola
- /
- Skipulag
- /
- Skýrslur og áætlanir
- /
- Umbætur og þróunarstarf
Árlega eru niðurstöður innra mats dregnar saman í umbótaáætlun sem kynnt er skólaráði, foreldrum nemenda ásamt starfsfólki skólans. Umbótaáætlun er aðgengileg á vef skólans.
Áherslur í þróunarstarfi verða eftirfarandi á skólaárinu 2020-21
Lestur og þróun kennsluhátta: Arnarskóli mun eiga fulltrúa í fagráði um lestrarkennslu eftir aðferðum stýrðar kennslu, ásamt fulltrúum frá Urriðarholtsskóla, Setbergsskóla og Háskóla Íslands. Fagráðinu er ætlað að vinna námsefni og halda áfram þróunarstarfi í innleiðingu kennsluháttanna. Arnarskóli mun einnig taka þátt í rannsóknum á hagnýtingu aðferðanna í vinnu með nemendum með þroskafrávik.
Þróun á heildstæðri þjónustu: Allt starf Arnarskóla er eitt stórt þróunarverkefni og nýbreytni í skólastarfi. Arnarskóli er sértæk leið til að mæta börnum og ungmennum með þroskafrávik og mun leggja áherslu á samstarf við foreldra til þess að sníða þjónustuna að þörfum nemenda allt árið um kring. Tveir utanaðkomandi sérfræðingar hafa einnig verið fengnir til að rýna í starfshætti skólans og koma með ábendingar að úrbótum. Þessir sérfræðingar eru Dr. Einar Þór Ingvarsson og Dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir. Einar starfar sem Director of Clinical Services hjá Virginia Institute of Autism. Berglind er lektor í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík og starfaði um árabil í New England Center for Children.
Háskólasamstarf og rannsóknir: Arnarskóli hefur gert samstarfssamninga bæði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur um starfsþjálfun háskólanema. Háskólanemar fá þjálfun og kennslu í gagnreyndum aðferðum í vinnu og kennslu með nemendum. Að auki við þetta samstarf tekur Arnarskóli þátt í rannsóknum á því hvernig bæta megi kennslu og þjónustu við nemendur. Öll handleiðsla háskólanema og rannsóknir eru gerðar með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Arnarskóli tekur einungis þátt í slíku samstarfi ef það er nemendum til góðs.
Arnarskóli
Hafa sambandStaðsetning
Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur
Opnunartímar
M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað
Sími og netfang
(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is