Arnarskóli

Jafnréttisáætlun

Jafnréttis og mannréttindaáætlun Arnarskóla byggir á lögum um jafna stöðu og rétt kvenna og karla (nr. 10/2008), jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar, lögum um grunnskóla (nr. 91, 2008), aðalnámskrá grunnskólanna og jafnræðisreglu 65. gr. Stjórnarskrárinnar.

Markmið jafnréttis- og mannréttindaráætlunar er að tryggja að fyllsta jafnréttis allra sé gætt í skólanum. Lögð er áhersla á að nemendur og starfsfólk fái notið sín á eigin forsendum og að hver einstaklingur sé metinn að verðleikum.

Í Arnarskóla er unnið að jafnrétti og mannréttindum í öllu daglegu starfi, með áherslu á að að allir taki jafnan þátt í samfélaginu, fái jöfn tækifæri til starfsþróunar, stundi nám við sitt hæfi og fái hvatningu til að rækta sérkenni sín. Þar eru gildi skólans höfð að leiðarljósi, en þau eru gleði, virðing, sjálfstæði og fagmennska.

Áætlunin er tvískipt, annars vegar miðar hún að nemendum og hinsvegar að starfsfólki skólans. Hún er kynnt fyrir skólasamfélaginu á kynningarfundum og aðgengileg bæði í skólanámskrá og vefsíðu skólans.

Skólastjóri ber ábyrgð á að jafnréttis- og mannréttindaáætlun sé framfylgt.

Nemendur

Mikilvægt er að öll börn geti stundað nám og frístund til jafns við aðra og að öllum bjóðist sömu tækifærin óháð kyni eða öðrum persónueinkennum.

Í aðalnámskrá grunnskóla er talað um jafnræði til náms, að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám við sitt hæfi: “Tækfærin eiga að vera jöfn og óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Þess er því gætt að tækifærin ráðist ekki af því hvort nemandi er af íslensku bergi brotinn eða af erlendum uppruna. Þau eru óháð því hvort um drengi eða stúlkur er að ræða, hvar nemandi býr, hverrar stéttar hann er, hvaða trúarbrögð hann aðhyllist, hver kynhneigð hans er, hvernig heilsufari hans er háttað eða hvort hann býr við fötlun eða hverjar aðstæður hans eru.”

Kynbundið og kynferðislegt áreiti eða ofbeldi líðst ekki í skólanum. Meðferð slíkra mála er sett í ákveðinn farveg eins og einelti og áföll. Virk samvinna við barnavernd, barnahús og lögreglu er nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja sem best velferð nemenda.

Mikilvægt er að kenna börnum að setja sín mörk og segja frá ef eitthvað gerist og þau þurfa að vita að áreitni getur birst í mörgum myndum.

Skólanum ber að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna margbreytileikann. Námsefni á að endurspegla margbreytileika mannlífsins og þannig efla og styðja við jafnréttisfræðslu

 

 

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að nemendur fái nám við hæfi Einstaklingsáætlanir eru gerðar fyrir hvern og einn. Námsefni og umhverfi aðlagað þannig að hver nemandi njóti sín. Notast er við færnimatslista til þess að meta nemendur og framfarir skoðaðar reglulega.   Fagstjórar og tenglar Viðvarandi verkefni
Að námsefni endurspegli fjölbreytileika fólks Námsefni skólans er að miklu leiti búið til af starfsfólki hans. Lögð skal áhersla á að nýta myndir og sögur af allskonar fólki af öllum kynjum í námi barnanna. Allir starfsmenn sem koma að kennslu og frístund barnanna Viðvarandi verkefni
Að ýta undir jákvæða sjálfsmynd nemenda og hvetja þá til að rækta sérkenni sín Áhugasvið nemenda notað í kennslu og leik. Nemendum gefinn kostur á að virkja styrkleika sína og sökkva sér í áhugamál á frístundatíma.. Nemendur studdir til eins mikils sjálfstæðis og kostur er.   Fagstjórar og tenglar, samhliða öðrum starfsmönnum Viðvarandi verkefni
Að koma í vegfyrir kynbundið/kynferðislegu áreiti/ofbeldi í skólanum Allir nemendur fá einstaklingsmiðaða kennslu í kynfræðslu. Þau læri að þekkja sín mörk og segja “stopp” ef þeim líkar ekki eitthvað. Að starfsmenn séu aldrei einir með nemendum í lokuðu rými, setja glugga á hurðar í kennslustofum.   Fagstjórar og tenglar Viðvarandi verkefni

Starfsfólk

Mikilvægt er að allir taki virkan þátt í skólastarfinu til að styrkleikar hvers og eins fái notið sín sem best og að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum og ýtrasta jafnræðis sé gætt milli starfsmanna. Starfsfólki og nemendum skal ekki mismunað vegna kynferðis, kynhneigðar, aldurs, útlits, uppruna, þjóðernis, litarháttar, heilsufars, efnahags, fötlunar, trúar eða stjórnmálaskoðana eða annarrar stöðu og þannig verið tryggt að mannauður nýtist sem best.

Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum en leitast skal við að halda hlutfalli kynjanna eins jöfnu og frekast er unnt.

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað og skulu viðmið við ákvörðun launa vera öllum skýr og ljós. Launajafnrétti er í skólanum fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Allir skulu hafa jafna möguleika á starfsframa innan skólans. Gæta skal jafnréttissjónarmiða við skiptingu verkefna og deilingu ábyrgðar meðal starfsmanna. Starfsmenn skulu eiga jafnan aðgang að launuðum aukastörfum og því sem talist gæti til hlunninda.

Starfsfólk skólans á jafnan rétt til þess að samræma vinnuskyldur sínar fjölskyldulífi. Stjórnendur eiga að leitast við að gera nauðsynlegar ráðstafanir svo það megi verða.

Allir starfsmenn eiga rétt á að komið sé fram við þá af virðingu og að þeir sæti ekki einelti, kynferðislegu né kynbundnu áreiti. Telji starfsmaður að brotið sé á rétti hans í Arnarskóla skal hann leita til trúnaðarmanns eða stjórnenda sem í sameiningu finna hverju máli farveg.

 

 

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Fólk fær jöfn laun og nýtur sömu kjara fyrir störf sín Fylgst er með launakjörum starfsfólks og þau greind eftir kyni og starfsheiti. Laun miðuð við vísitölu og sambærileg störf annarsstaðar.
Komi upp óútskýrður mismunur skal hann leiðréttur hið snarasta.
Skólastjórnendur, framkvæmdastjórn, bókari Við ráðningar. Athugun skal fara fram í maí á hverju ári.
Laus störf standa öllum kynjum til boða og leitast er við að jafna kynjahlutföll Auglýsingar höfða til allra kynja og hæfni umsækjenda metin óháð kyni. Skólastjórnendur Við ráðningar
Öllum þeim sem vinna jafn verðmæt störf skal til jafns standa til boða tækifæri til starfþjálfunar og endurmenntunar Gæta skal jafnræðis við gerð endurmenntunaráætlunar. Skólastjórnendur Við ráðningar og gerð endurmenntunaráætlunar
Að öll  kyn geti tekið jafna ábyrð á fjölskyldu sinni og heimili. Allir starfsmenn hvattir til að taka virkan þátt í fjölskyldulífi, og gefinn sveigjanleiki til að sinna börnum og öðru sem kann að koma upp innan heimilisins. Skólastjórnendur Viðvarandi
Sveigjanleiki í starfi til að samræma þarfir fjölskyldu sinnar, einkalífi og atvinnu. Rætt í starfsmannaviðtali og eftir þörfum við hvern og einn Skólastjórnendur Við ráðningu og síðan eftir þörfum
Að útrýma misrétti, áreitni og /eða ofbeldi ef mál af þeim toga koma í ljós, sama í hvaða mynd það birtist Undantekningalaust er gripið til aðgerða og mál sett í viðeigandi ferli Skólastjórnendur Þegar mál koma upp

    Arnarskóli

    Hafa samband

    Staðsetning

    Kópavogsbraut 5C,
    200 Kópavogur

    Opnunartímar

    M-F: 8:00 - 16:00
    Helgar : Lokað

    Sími og netfang

    (354) 426-5070
    arnarskoli@arnarskoli.is