Arnarskóli

Skólareglur Arnarskóla

  1. /
  2. Um Arnarskola
  3. /
  4. Skipulag
  5. /
  6. Skólareglur Arnarskóla

Skólareglur eru unnar í samræmi við reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

Nemendur og starfsmenn leitast við að búa til jákvæðan skólabrag, þar sem allir koma fram af gagnkvæmri virðingu og jafnrétti. 

  • Forföll tilkynnast starfsmönnum skólans í upphafi skóladags.  
  • Nemanda ber að mæta stundvíslega í skólann. 
  • Nemendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti í skólann og vera klæddir samkvæmt veðri. 
  • Ósk um skemmri eða lengri leyfi er borin fram við kennara og lýtur samþykki skólastjóra/fagstjóra ef um lengri fjarvistir er að ræða. 
  • Gengið er snyrtilega um skólann og öllu rusli hent í þar til gerðar fötur og flokkað. Sælgæti eða gosdrykkir eru skilin eftir heima nema um annað sé samið. 
  • Útiskór, yfirhafnir og höfuðföt eru geymd í fatahengjum, hver á sínum stað. 
  • Nemendur hlýða starfsfólki skólans og sýna kurteisi. Hverskonar ofbeldi gagnvart nemendum og starfsfólki skólans verður ekki liðið, hvort sem er í orðum, gjörðum eða á rafrænum miðlum. 
  • Slökkt er á farsímum og hvers kyns hljómtækjum í kennslustundum nema í þeim tilfellum sem á að nota þau í námi. 
  • Neysla vímuefna, tóbaks, áfengis og hvers kyns efna af öðrum toga er stranglega bönnuð í skólanum, á lóð hans og samkomum á hans vegum. 
  • Skólaakstur er þjónusta rekin af Strætó bs. eða sveitarfélögum viðkomandi nemanda, forráðamenn nemenda bera sjálfir ábyrgð á að koma upplýsingum til ferðaþjónustunnar um breytingar varðandi akstur nemenda til og frá skóla 
  • Starfsfólki skóla er óheimilt að beita líkamlegum refsingum og líkamlegu inngripi í refsingarskyni. 
  • Ef starfsfólk skóla metur að háttsemi nemenda leiði af sér hættu fyrir nemandann sjálfan, samnemendur og/eða starfsfólk skóla ber starfsfólki skylda til að bregðast tafarlaust við slíku með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Skólastjóri skal sjá til þess að atvik samkvæmt þessari málsgrein séu skráð og varðveitt í skólanum svo og ferill máls og ákvarðanir sem teknar eru í kjölfarið, í samræmi við lög um persónuvernd nr. 77/2000. Atvikaskráning skal fela í sér lýsingu á aðdraganda, atburðinum sjálfum og mati á þeirri hættu sem orsakast hefði af athafnaleysi. 
  • Óheimilt er að senda lyf með nemendum. Forráðamenn þurfa að koma þeim í skólann til starfsmanna skólans. 
  • Skólastjóri, fagstjórar, kennarar, tenglar og aðrir starfsmenn bera ábyrgð á að reglum þessum sé framfylgt. 

Viðbrögð við brotum á skólareglum og krefjandi hegðun nemenda 

  • Öll viðbrögð við brotum á skólareglum eru einstaklingsmiðuð og taka mið af skilningi og færni hvers nemenda. Virðing við nemendur er höfð að leiðarljósi þegar tekist er á við krefjandi hegðun nemenda í Arnarskóla. Mótaðar eru einstaklingsáætlanir sem sniðnar eru að þörfum hvers nemanda ef nemandi sýnir endurtekið krefjandi hegðun. Brot er varða velferð nemenda eru unnin í samráði við viðeigandi aðila utan skólans s.s. barnavernd, fjölskyldusviðs, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins eða aðra aðila sem geta stutt við úrræði sem þarf að móta.
  • Þegar unnið er að einstaklingsáætlun vegna krefjandi hegðunar er lögð áhersla á að skilja virkni hegðunarinnar og samspil hennar við umhverfið. Notaðar eru sannreyndar leiðir til þess að leggja mat á virkni hegðunarinnar og móta áætlanir úr matinu. Slíkt mat gerir það kleift að móta með markvissum hætti  fyrirbyggjandi úrræði við hegðunarvanda og skipuleggja kennslu á færni sem nemandi getur tileinkað sér til að takast á við þær aðstæður sem reynast erfiðar og kalla fram óæskilega hegðun.  

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 – 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is

Tölvupóstur

Sendu okkur skilaboð