Arnarskóli

Námsmat

Áhersla er lögð á að meta árangur jafnóðum til þess að hægt sé að breyta eða laga kennsluna að þörfum og getu nemenda eftir því sem við á. Matið er því umbótamiðað leiðsagnarmat sem tekur mið af markmiðum í aðalnámskrá og einstaklingsnámskrá nemenda. Skráningar á frammistöðu nemenda eru gerðar daglega, aðilar í fagteymi fara yfir gögn vikulega og aðlaga kennslu og verkefni eftir þörfum.

Stöðumat byggt á námsmatsgögnum er dregið saman í ársfjóðungsskýrslur sem kynntar eru foreldrum og skólayfirvöldum viðeigandi sveitarfélags. Í einstaklingsáætlun hvers nemanda er gert grein fyrir því hvernig staðið verði að námsmati, matið skal vera fjölbreytt og endurspegla á sem bestan hátt færni og framfarir nemenda.  

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 – 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is

Tölvupóstur

Sendu okkur skilaboð

13 + 6 =