Framkvæmdastjóri
Steinunn Hafsteinsdóttir
Steinunn er einn af stofnendum Arnarskóla og er í framkvæmdarstjórn skólans. Hún er þroskaþjálfi og klínískur atferlisfræðingur með vottun frá Satís
Steinunn hefur starfað með börnum og ungmennum með fötlun í 15 ár. Hún lauk BA námi í þroskaþjálfun árið 2008 og MSc gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu árið 2013. Árið 2014 hlaut hún BCBA vottun.
Steinunn hefur meðal annars unnið á dagvistun fyrir börn með fötlun, heimili fyrir drengi með einhverfu og hegðunarvanda, og í stoðteymi Salaskóla. Hún vann í þrjú ár á The New England Center for Children á deild fyrir unglinga með einhverfu og alvarlegan hegðunarvanda, og hefur verið starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins síðan árið 2014.
Steinunn hefur haldið ýmsa fyrirlestra á námskeiðum og ráðstefnum, og veitt ráðgjöf í leikskólum, skólum og á heimilum. Netfangið hennar er steinunn@arnarskoli.is