Skólastjóri

Rafn Emilsson

Rafn Emilsson

Rafn er skólastjóri og er í framkvæmdarstjórn Arnarskóla. Rafn hóf störf í júní 2018.  Hann útskrifaðist með mastersgráðu í sálfræði með áherslu á úrræði við hegðunar- og námsvanda frá Háskóla Íslands 2011 og með viðbótardiplóma til kennsluréttinda 2012. Rafn hefur sinnt atferlisráðgjöf fyrir ýmsa grunn- og leikskóla frá árinu 2013 ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla og foreldra barna með hegðunarvanda. Hann hefur mikið unnið með börnum vegna hegðunarvanda, svefnvanda, fælni, reiðistjórnunar- og félagsfærnivanda.
Rafn hefur bæði unnið með börnum með greiningar eins og ADHD, einhverfu og ýmis þroskafrávik en hefur einn unnið með börnum án greininga. Samhliða vinnu í grunn- og leikskólum hefur Rafn sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík og tónlistarkennslu fyrir börn með sérþarfir frá árinu 2005.
Netfang hans er rafn@arnarskoli.is

Contact Information