Framkvæmdastjóri

María Sigurjónsdóttir

María Sigurjónsdóttir

María er einn af stofnendum Arnarskóla og er í framkvæmdarstjórn skólans. María hóf störf í Arnarskóla í september 2017. Hún er þroskaþjálfi með yfir 30 ára reynslu af vinnu með fötluðu fólki. María hóf störf á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins árið 1999 og hefur starfað þar samfleytt síðan sem atferlisráðgjafi í snemmtækri íhlutun. María hefur ávallt lagt mikið kapp við að auka við og viðhalda þekkingu sinni. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefnur um einhverfu og atferlisíhlutun. Árið 2013 lauk hún MSc gráðu í sálfræði með áherslu á atferlisgreiningu. Samhliða námi sínu sótti hún sér handleiðslu hjá BCBA vottuðum handleiðara, þar sem hún vann 1500 tíma með leiðsögn handleiðara. María hefur haldið fjöldamörg námskeið um atferlisíhlutun. Netfangið hennar er maria@arnarskoli.is

Contact Information