Arnarskóli

Persónuverndarstefna

  1. /
  2. Heim
  3. /
  4. Almennar upplýsingar
  5. /
  6. Persónuverndarstefna

Arnarskóli vinnur með persónugreinanleg gögn um nemendur sína og vistar í skjalageymslum og upplýsingakerfum sínum. Skólinn leggur áherslu á að tryggja trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga og leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni. Stefna þessi er byggð á lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Markmið persónuverndarstefnunnar er að auðvelda fólki að átta sig á hvaða persónuupplýsingum skólinn safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær. Eins er því lýst hver er réttur einstaklings varðandi persónuupplýsingar og hver hægt er að leita ef óskað er eftir upplýsingum eða ef viðkomandi telur að brotið hafi verið á sér.

Til hvers safnar skólinn persónuupplýsingum?

Þær persónuupplýsingar sem geymdar eru í Arnarskóla hafa lagalegan eða þjónustulegan tilgang. Persónuupplýsingum um nemendur er einungis safnað til að hægt sé að mæta þörfum þeirra. Persónuupplýsingum um starfsmenn er safnað til að það sé hægt að meta hæfni þeirra til starfsins og greiða laun.

Þá byggir skólinn suma vinnslu jafnframt á samþykki hinna skráðu s.s. vegna myndatöku og myndbirtinga. Skólinn mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til annarra aðila án heimildar.

Til þess að tryggja að unnið sé í samræmi við meginreglur persónuverndarlaga veitir skólinn starfsfólki sínu fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli umgangast slíkar upplýsingar.

Hvaða gögn geymir skólinn?

Gögnin sem skólinn geymir eru persónugreinanleg gögn um nemendur, aðstandendur, starfsfólk og aðra tengda aðila. T.d. kennitölur, heimilisföng, símanúmer, fundargerðir er varða mál einstakra nemenda, ljósmyndir, viðveruskráningar, greiningar, heilsufarsupplýsingar, ráðningarsamninga, sakavottorð og fleira.

Hvernig er öryggi gagna tryggt?

Skólinn nýtir sér viðeigandi tækni og skipulag til þess að vernda persónuupplýsingar. Þannig eru persónuupplýsingarnar verndaðar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni, og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Læstir skápar og skjalageymslur eru notuð fyrir nauðsynleg pappírsskjöl og ávallt nýjustu útgáfur hugbúnaðar í upplýsingakerfum.

Aðeins þeir sem hafa heimild til geta unnið með gögnin, séð þeim og/eða breytt. Skólinn stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna með viðeigandi fræðslu og þjálfun varðandi öryggi við vinnslu persónuupplýsinga.

Þar sem skólinn er afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er skólanum óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna, nema með heimild þjóðskjalavarðar. Almennt eru þær persónuupplýsingar sem skólinn vinnur því afhentar Þjóðskjalasafni eða viðkomandi héraðsskjalasafni að þrjátíu árum liðnum.

Réttur einstaklinga til aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Einstaklingar eiga rétt á að vita hvaða upplýsingar skólinn geymir um þá, og geta óskað eftir afriti af eigin persónuupplýsingum. Einstaklingar geta einnig látið leiðrétta rangar upplýsingar um sig, og í einstaka tilfellum fengið upplýsingum eytt.
Einstaklingar geta í sumum tilfellum mótmælt vinnslu persónuupplýsinga. Óski einstaklingur eftir að flytja upplýsingar um sig til annars aðila, t.d. Annars skóla, getur viðkomandi einnig átt rétt á að fá persónuupplýsingar sínar afhentar á tölvutæku formi eða að þær verði fluttar beint til viðkomandi þriðja aðila. Hafi samþykki verið veitt fyrir vörslu upplýsinga, getur sá sem veitti samþykkið dregið það til baka.
Skólinn virðir framangreind réttindi einstaklinga samkvæmt persónuverndarlögum.

Fyrirspurnir og kvörtun til Persónuverndar

Hafi einstaklingar spurningar um persónuvernd skólans, eða hvernig hann varðveitir eða vinnur persónuupplýsingar að öðru leyti, geta þeir ávallt haft samband við stjórn skólans sem mun leitast við að svara fyrirspurnum og leiðbeina einstaklingum um réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarlögum. Telji einstaklingur vinnslu Arnarskóla á persónuupplýsingum ekki vera í samræmi við lög eða reglugerðir, getur hann lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd (http://www.personuvernd.is) sem annast eftirlit.

Arnarskóli

Hafa samband

Staðsetning

Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur

Opnunartímar

M-F: 8:00 – 16:00
Helgar : Lokað

Sími og netfang

(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is

Tölvupóstur

Sendu okkur skilaboð