Yfiratferlisfræðingur
Hólmfríður Ósk Arnalds
Fríða er yfiratferlisfræðingur í Arnarskóla og hóf störf í maí 2022. Hún er klínískur atferlisfræðingur með vottun frá Satís. Hún útskrifaðist með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012 og M.Sc. gráðu í hagnýtri atferlisgreiningu frá University of North Texas árið 2016. Árið 2017 hlaut hún BCBA vottun.
Fríða hefur meðal annars unnið sem stuðningur fyrir börn með þroskafrávik á leikskóla, í sérskóla fyrir einhverf börn og á ráðgjafarstöð fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun og alvarlegan hegðunarvanda. Árin 2016-2022 vann hún sem ráðgjafi í atferlisíhlutun á Ráðgjafar og greiningarstöð. Fríða hefur haldið ýmsa fyrirlestra á námskeiðum og ráðstefnum og verið stundarkennari við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2019.
Netfangið hennar er frida@arnarskoli.is