Arnarskóli
Viðbrögð við einelti
- /
- Um Arnarskola
- /
- Skipulag
- /
- Skýrslur og áætlanir
- /
- Viðbrögð við einelti
Einelti er ekki liðið í Arnarskóla og skólinn vinnur samkvæmt eineltisstefnu Kópavogsbæjar. Samkvæmt stefnunni þá er einelti:
„Einelti er ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir“.
Unnið er markvisst með fjölbreyttum hætti gegn einelti í skólanum. Í öllum hópum er unnið eftir forvarnaráætlun skólans þar sem áhersla er á að byggja upp jákvæð samskipti og góða sjálfsmynd. Skólinn leggur mikla áherslu á að öllum innan skólans líði vel og fá ráð og rúm til þess að njóta þess að vera í skólanum.
Viðbrögð við einelti:
- Barn, foreldrar eða starfsfólk tilkynnir grun/upplifun til skólastjórnenda.
- Nemendaverndarráð fer yfir eineltistilkynningar og vinnur málið.
- Eftir að einelti hefur verið tilkynnt tekur við könnunarferli.
- Ef mat úr könnunarferli bendir til eineltis hefst framkvæmdaferli.
- Könnunarferli skal endurgert eftir 4-8 vikur hvort sem framkvæmdarferli kom til eða ekki.
Könnunarferli
- Stjórnendur gera forráðamönnum viðvart og biður þá um að fylgjast með líðan barnsins í ákveðinn tíma.
- Upplýsinga er aflað frá kennurum, starfsfólki skólans, foreldrum og nemendum.
- Starfsfólk fylgist með þolanda og geranda í ákveðinn tíma. Safna þarf gögnum um áhorfið.
- Tengill/kennari ásamt eineltisráði skólans leggur mat á upplýsingarnar. Verði niðurstaðan sú að um einelti sé að ræða kemur til framkvæmdaáætlunar.
- Ef niðurstaðan er sú að um samskiptaörðugleika er að ræða er framkvæmdaáætlun ekki útfærð. Algengast er, á þessu stigi, að endurskoðað sé námsumhverfi og stuðningur skóla. Forráðamönnum allra aðila skal gerð grein fyrir því sem fram hefur farið og hvernig haldið verður áfram ef málsatvik breytast.
Framkvæmdaáætlun
- Nemendaverndarráð vinnur að stuðningsáætlun til þess að uppræta eineltið. Ráðið ber ábyrgð á því að útdeila verkefnum og ábyrgð innan starfsmannahópsins og kynna þá áætlun sem skal framkvæmd.
- Foreldrar/forráðamenn þolanda og geranda eru hafðir með í ráðum. Þar er þeim kynnt sú áætlun gerð hefur verið.
- Áætlun gerð um tímamörk og mat á aðgerðum
Varði eineltistilkynning skólastjórnendur er hægt að leita til Menntasviðs Kópavogsbæjar um úrvinnslu mála.
Varði málið einelti innan starfsmannahóps sér nemendaverndarráð eða framkvæmdarstjórn skóla, eftir því sem betur á við um úrvinnslu og framkvæmd úrræða. Skýr viðmið um þau vinnubrögð eru í starfsmannahandbók.
Arnarskóli
Hafa sambandStaðsetning
Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur
Opnunartímar
M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað
Sími og netfang
(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is