Í Arnarskóla er lögð rík áhersla á metnaðarfullt og faglegt starf í kennslu barna með einhverfu og önnur þroskafrávik.
Þar sem við erum að taka við nýjum nemendum í sumar og haust 2019 vantar okkur starfsfólk í sumar til framtíðar.
Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum
- kennurum
- sérkennurum
- þroskaþjálfum
- uppeldisfræðingum
- tómstundafræðingum
- einstaklingum með BS í sálfræði
- öðrum uppeldisfræðimenntuðum
- eða öðrum sem hafa brennandi áhuga á starfinu
til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á nýjum skóla.
Góð íslenskukunnátta er mikilvæg.
Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á hagnýtri atferlisgreiningu í starfi með börnum.
Hér getur þú sótt um starf hjá okkur eða sent fyrirspurnir og umsóknir á arnarskoli@arnarskoli.is.