Arnarskóli
Stefna Arnarskóla
- /
- Um Arnarskola
- /
- Skipulag
- /
- Stefna Arnarskóla
Stefna Arnarskóla er að veita nemendum skólans framúrskarandi þjónustu með það að markmiði að stuðla að vellíðan, framförum í námi og að ýta undir sjálfstæði nemenda til framtíðar, með sjálfstæði, gleði, fagmennsku og virðingu að leiðarljósi.
Skólinn vill einnig hafa áhrif á skólasamfélagið með því að taka þátt í rannsóknum, vera í samstarfi við háskóla og taka með markvissum hætti þátt í starfsnámi háskólanema. Með þessum hætti vill Arnarskóli vera leiðandi í því að byggja upp þekkingu á árangursríkum starfsháttum innan skólakerfisins svo hægt sé að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda og styrkja faglega þekkingu starfsfólks grunnskólanna. Þetta er unnið í samvinnu nemenda, starfsfólks, foreldra og annarra í skólasamfélaginu.
Arnarskóli
Hafa sambandStaðsetning
Kópavogsbraut 5C,
200 Kópavogur
Opnunartímar
M-F: 8:00 - 16:00
Helgar : Lokað
Sími og netfang
(354) 426-5070
arnarskoli@arnarskoli.is