Nemendum Arnarskóla gefst kostur á að kaupa heitan mat í hádeginu, ýmist fullt fæði eða að hluta til. Maturinn er eldaður í eldhúsi skólans og er hollur, góður, næringarríkur og vel úti látinn. Matseðill er gefinn út fyrir viku í senn og er hann birtur á heimasíðu skólans. Áður en annir hefjast ber forráðamönnum að tilkynna hvort nemandinn verði í fæði á komandi önn. Ef nemendur neita sérfæðis þá reynir Arnarskóli að mæta þörfum nemenda eftir fremsta megni.

Í upphafi skóladags er boðið uppá hafragraut. Fyrir hádegi geta nemendur fengið ávöxt og eftir hádegi er einnig boðið uppá létta hressingu. Nesti sem tekið er með í skólann skal miðast við að sé hollt og næringarríkt en ekki í formi sætinda nema til sérstakra hátíðabrigða hjá öllum bekknum.