Úti að róla

Árið 2021 byrjar vel hjá okkur, við erum að fá margar fyrirspurnir um skólann frá foreldrum og þjónustuveitendum barna. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2021-2022 er til 1. mars 2021.

Eins og fram kemur í skólanámskrá þá er meðal annars horft til stuðningsþarfa nemananda við forgangsröðun ef umsóknir verða fleiri en laus pláss í skólanum.

Hér er hægt að senda umsókn til okkar, en við minnum á að það þarf líka að sækja um til sveitarfélags.