Í dag eru þrjár vikur síðan Arnarskóli opnaði sem skólaþjónusta. Við héldum fyrsta starfsdaginn í dag með öllu frábæra starfsfólkinu sem vinnur í Arnarskóla og erum svo ánægð með þennan hóp og okkar dásamlegu nemendur. Á næstu vikum munum við bæta við bæði starfsmönnum og nemendum.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir alla sem hafa aðstoðað okkur við að koma þessu á fót, þá sem hafa haft trú á okkur og erum að sjá það betur og betur að það er til svo mikið af góðu fólki í samfélaginu okkar. Takk öll.