Í Arnarskóla starfa atferlisfræðingar, kennarar, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, MA og BA í sálfræði, nemar í sálfræði og ófaglært starfsfólk.

Í dag fer starfsemin að miklu leyti fram í 6 kennslurýmum sem eru nefnd fjöllum á Íslandi.  Baula, Bláfell, Keilir, Ljósufjöll, Mosfell og Þyrill. Í hverju rými eru 4-6 nemendur og 6-8 starfsmenn.