Í lögum og aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um móttöku nemenda. Í 16. gr. laga nr.91/2008 um grunnskóla segir meðal annars að grunnskólar taka á móti nemendum sem eru að hefja skólagöngu, eru að skipta um skóla eða hefja nám sitt hér á landi, samkvæmt móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags. Móttökuáætlun Arnarskóla fylgir handbók Kópavogsbæjar um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku í Grunnskóla Kópavogs.