Sérstök athygli er vakin á því að ef um forföll nemenda er að ræða skal forsjáraðili tilkynna
þau til skólans fyrir kl. 8:30 þann dag sem forföll verða. Einnig er hægt að tilkynna forföll rafrænt í gegnum karellen.is. Þurfi barn að fá leyfi úr kennslustund nægir að biðja um það hjá þeim aðila sem er að vinna með barnið hverju sinni. Lengri leyfi þarf að fá samþykkt hjá skólastjóra í samráði við fagstjóra og verða aðeins veitt undir sérstökum kringumstæðum. Hafa skal í huga að öll röskun á námi nemenda, sem hlýst af löngu leyfi úr skóla, er á ábyrgð forsjáraðila.